Fréttir

Sjókajaknámskeið fyrir byrjendur.

Haldið verður sjókajaknámskeið fyrir byrjendur 11. ágúst næst komandi. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og líkur um kl. 21.00. Skráning og upplýsingar hjá David Olaf í síma 848-8569 og davidolaf87@gmail.com Lámarksfjöldi er 4 og námskeiðið kostar 15.000 kr. Farið verður í gegnum allan grunninn: hvað er kajak, grunnáratök, bjarganir og búnaður. Búnaður innifalinn en einnig hægt að koma með eigin bát og búnað.

Íslandsmót kæna 2020

Komdu að sigla! Námskeið fyrir 15-23 ára

Nú er hægt að skrá sig á hásetanámskeið Nökkva fyrir 15-23 ára. Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu sem sagt frí. Námskeiðinn eru ætluð bæði byrjendum og þeim sem hafa farið á siglinganámskeið Nökkva á undanfarnum árum eða annara siglingaklúbba. Hvert námskeið eru 2-3 klst, svona ein kvöldstund. Þar læra nemendur helstu grunnþætti sem tengjast skútusiglinum. Markmiðið er að þau sem hafa náð tökum á siglingum á kænum geti eftir námskeiðið siglt minni kjölbát félagsins og stórum kænum og að byrjendur geti verið í áhöfn kjölbáta og stærri kæna. Upplýsingar og skárning hjá Tryggva í síma 8983325 einnig siglingaklubburinn@gmail.com

Myndir frá æfingabúðum SÍL á Akranesi