Fréttir

Fundur hjá æfingahóp.

Nú er sumarið að byrja og á miðvikudaginn 24. maí ætlum við að hafa fund fyrir krakkana sem verða með okkur í sumar. MIKILVÆGT er að mæta, þar sem við ætlum að fara yfir skipulag sumarsins (og þá sérstaklega þau sem eru í vinnu í sumar) Fundurinn verður kl 16:30 í Nökkva Hlakka til að sjá sem flesta 😁⛵️

Fyrsta siglingakeppni sumarsins.

Fyrsta Þriðjudagskeppni sumarsins fór fram í dag við topp aðstæður á Pollinum. Flestir fremstu kjölbátasiglarar Akureyrar tóku þátt. Áhöfnin á Nönnu fagnaði sigri eftir hörku keppni. Keppni var flýtt um einn dag vegna þar sem búsist var við logni á þriðjudeginum.

Nökkvi plokkar

Nokkrir félagar í Nökkva hittust og plokkuðu fjörur í kringum Nökkva. Því miður var nóg af rusli eftir veturinn.

Siglingakaffi

Það viðraði vel á siglingamenn fyrir kaffispjall á svölunum í dag. Stemningin var góð og spenningur fyrir næstu mánuðum.

Siglinganámskeið fyrir fullorðna á kjölbátum.

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2023. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.