Fréttir

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl

Nökkvi tekur þátt í stóra Plokkdeginum 28 apríl. n.k. kl. 11 á félagssvæði Nökkva. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og vinna að hreinsun svæðisins. Sjáumst þá.

Siglinganámskeið á kjölbátum

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2024. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Kajak námskeið framundan

Boðið verður upp á kajaknámskeið í júní.

Félags og aðstöðugjöld 2024-2025

Nú er hafið nýtt tímabil hjá Nökkva. Greiðsla félags- aðstöðu og búnaðargjalds miðast við 1. apríl ár hvert. Best er að greiða þetta á Abler.io/shop/nokkvi hvort sem er með korti eða fá greiðsluseðill í heimabanka. Þessi gjöld standa undir kostnaði við að bæta aðstöðu fyrir félagsmenn, kaup á búnaði og félagsstarfi. Félagsgjald er 5000 kr og gefur almenna aðil og afslátt af leigugjaldskrá félagsins. Félag- og aðstöðugjald 15000 kr. veitir aðgang að húsi og búningsklefum. Félags- aðstöðu og búnaðargjald 25000 kr. veitir aðgang að húsi, búningsklefum og notkun á búnaði félagsins eftir reglum hverju sinni.