11.09.2020
Bæjaráð samþykkti samhjóða að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar í nýtt aðstöðuhús fyrir Nökkva. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í sumarbyrjun á næsta ári. Þetta verður algjör bylting í stafsemi félagsins. Klúbburinn fær nú alvöru búningsaðstöðu, starfsmanna aðstaða mun gjörbreytast ásamt viðgerða og viðhaldsaðstöðu. Klúbburinn getur nú loksins farið að reka félagsstarf sitt allt árið. Þessu ber að fagna og þakka öllum þeim sem hafa lagt klúbbnum lið í að gera þetta að veruleika.
05.09.2020
Sælir félagar
Margir hafa verið að spyrja frétta vegna framkvæmda við nýtt hús félagsins. Málin standa þannig að korter í undiskrift og framkvæmdir var því frestað og bæjaráð ákvað að taka sér umhugsunar frests í eina til tvær vikur. Málið var ekki tekið fyrir á síðast fundi bæjaráðs en vonandi verður málið tekið fyrir í næstu viku. Málið er að sjálfsögðu ekki af borðinu en það er ljóst öllu áhuga fólki um útivist á Pollinum eða á Eyjafirði að þetta má nú ekki bíða mikið lengur. Allar tafir krefjast mjög dýra bráðabirgða aðgerða. Við öndum rólega þessa viku og vonum að bæjafulltrúar komist að réttir niðurstöðu fyrir klúbbinn og bæjarbúa alla sem er að drífa þessa framkvæmd áfram. En hvet alla félagsmenn og velunnara að gera það sem þau geta til að koma þessu yfir þröskuldinn.
Bestu siglingakveðjur
Tryggvi formaður Nökkva