Fréttir

Vegleg gjöf frá Slysavarnardeild Akureyrar

Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Siglinganámskeið fyrir fullorðna

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2022. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Fræðslukvöld 20. apríl - Viðgerðir á trefjaplasti

Fræðslukvöld þar sem Siggi Bald kemur til okkar með fræðslu og sýnir viðgerðir á trefjaplasti. Opið öllum sem vilja kynna sér vinnu við trefjaplasti.