Fréttir

Stefnumótunar og aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva var haldinn á dögunum og var vel sóttur. Hann hófst á stefnumótunarfundi sem heppnaðist með ágætum, margar hugmyndir komu fram um hvað félagar í Nökkva vilja sjá í framtíðinni. Nú er það verkefni stjórnar að vinna úr hugmyndunum og koma í stefnu félagsins. Eftir stefnumótunarfundinn tóku við venjuleg aðalfundastörf eftir lögum félagsins.

Aðalfundur Nökkva 7. mars

Aðalfundur Nökkva verður haldinn fimmtudaginn 7. mars n.k. kl. 19.30. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins. Fólk er hvatt til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, sérstaklega vantar gjaldkera. Bókhald félagsins er í höndum endurskoðunar fyrirtækis þannig að starfið snýst um að hafa yfirsýn fjármál og borga reikninga. Stefnumótunarfundur Nökkva verður sama dag kl. 18.00 við ætlum að byggja okkur framtíðarsýn. Við viljum því hvetja alla félagsmenn á öllum aldri til að taka þátt í að móta félagið til framtíðar.