Fréttir

Æfingabúðir SÍL á Húsavík (Uppfært)

Æfingabúðir á Húsavík 27. júní til 1.júlí 2021. Æfingabúðamót 2.-3. júlí 2021 Dagskráin byrjar á mánudag 28. júní eftir hádegi og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Nánari dagskrá er að finna hér á eftir. Áríðandi er að fólk skrái sig fyrir þriðjudaginn 22. júní 2021. Nauðsynlegt er að skrá umsjónamenn/fararstjóra, þjálfara og þátttakendur

Upplýsingar fyrir börn á námskeiðum Nökkva

Hvert námskeið er ein vika, virka daga 3 tíma í senn. Frá 9-12 f.h. eða 13-16 eftir hádegi allt eftir skráningu. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Hjá yngsta árinu þarf þó að taka tillit til kjarks og líkamlegrar getu. Börn geta tekið þátt í eins mörgum námskeiðum og þau vilja yfir sumarið. Viðfangsefni eru siglingar, kajakróður og fleiri verkefni sem tengjast sjómennsku t.d. hnútakennsla. Dagskráin er yfirleitt nafnakall- skipt í hópa eftir viðfangsefnum-farið að sigla-nestir-meiri siglingar og kannski smá sull í lok námskeiðsdags-útskráning og brottför. Krakkarnir koma með nesti og aukaföt, best er að vera í vindstakk eða pollagalla og stígvélum. Blaut eða þurrgallar eru bestir fyrir þau sem eru orðnir svolítið vanari og farinn að sigla meira, þau sem eru í blautgöllum ættu að hafa með sér vindstakk þar til að vera í kaldari veðrum. Nauðsynlegt er að vera í góðum undirfötum ef notaður er þurrgalli.

Félags- og aðstöðugjöld

Nú er hægt að greiða félags- og aðstöðugjald fyrir fullorðna í Nökkva í Nóra greiðslukerfi IBA. Slóðin er iba.felog.is Félagsgjald er fyrir alla velunnara félagsins og þau sem vilja vinna að hagsmunum útivista fólks á sjó, ám og vötnum, félagsaðild gefur eining afslátt af gjaldskrá félagsins. Aðstöðugjald er fyrir alla sem vilja nýta sér aðstöðu og búnað félagsins, gjaldið gildir almannanks árið. Við hvetjum alla til að nýta sér tæki og aðstöðu félagsins og taka þátt í starfi þess. Þessi gjöld standa undir rekstri og fjárfestingum á búnaði. Allir um borð!

Skráning á siglinganámskeið hafinn.

Skráning á siglinganámskeið Nökkva er hafinn. Skráning fer fram í Nóra iba.felog.is Þar er hægt að skrá stakar vikur 13000 kr, kaupa 4 vikur á 39000 kr eða allt sumarið á 60000 kr. allt eftir þvi hvað hentar. Nánari upplýsingar eru hér á síðunni Barnanámskeið eða á siglingaklubburinn@gmail.com

Róið á ný mið - 11.-13. júní - Fljót í Skagafirði

Mæting á Minni-Grindil í Fljótum föstudagskvöldið 11. júní. Sameinumst í bíla eftir því sem Covid reglur heimila. Skráning hér á Korkinum Þessi ferð er farin í samvinnu við kayakdeild Nökkva á Akureyri. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að kynnast nýju svæði og byggja upp tengslanet við vini okkar fyrir norðan. Umsjón og upplýsingar veita: Sveinn Muller 844-4240, Lárus 822-4340 og Tryggvi 864-8383. Gist verður á sama stað báða dagana að Minni-Grindli í Fljótum. Þar er góð tjaldaðstaða en jafnframt hægt að panta uppábúið rúm í húsi. Gistingin er útfærð í samvinnu við Gimbur Guesthouse. Við höfum við aðgang að húsinu, grilli, heitum pott og eldunaraðstöðu. Fyrri daginn er stefnt er að því að róa um svæðið í kringum Siglufjörð,Héðinsfjörð og Ólafsfjörð en þar er marg að skoða. Þá er stefnt að því að róa um austanverðan Skagafjörð og skoða Þórðarhöfða, Hrolleifshöfða og jafnvel Málmey. Á þessum árstíma sest sólin nær ekki neitt og því einstaklega fallegt á þessum árstíma.

Langar þig að læra að sigla skútu?

Siglingaklúbburinn Nökkvi býður upp á tveggja sólahringa námskeið í skútusiglingum vorið 2021. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa enga eða litla reynslu af skútusiglingum en hafa áhuga á því að kynnast lífinu um borð, hvernig það er ferðast á sjó og upplifa fegurð landsins frá nýju sjónarhorni.

Árskýrsla Nökkva 2020

Starfsárið 2020 var þrátt fyrir fordómalausa tíma gott ár í sögu klúbbsins. Hæst fer að loksins hófst bygging á nýju aðstöðuhúsi fyrir klúbbinn sem hefur verið draumur félagsmanna frá stofnun þess. Nýr formaður og stjórn tók við á síðast aðalfundi félagsins í mars 2020. Fundurinn var haldin í skugga covid-19 faraldursins þannig að þann var heldur fámennur. Rúnar Þór Björnsson hætti sem formaður því miður var hann í sóttkví og gat því ekki mætt svo hægt væri að þakka honum fyrir unnin störf. En félagar Nökkva þakka honum innilega fyrir vel unninn störf í þágu félagsins. Nýr formaður Tryggvi Jóhann Heimisson tók við en ásamt honum tóku sæti í stjórn Ragnar Rúnar Svavarsson, Kári Ellertsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Helga Bjarkardóttir, Örn Garðarsson og til vara Hörður Finnbogason, Rúnar Þór Björnsson og Sigríður Unnarsdóttir

Aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2021 klukkan 18.00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn að sunnan. Venjuleg aðalfundastörf. Þau sem vilja koma málum á framfæri eða bjóða sig fram í trúnaðarstörf hafið samband við formann félagsins.

Félagið fjárfesti í nýjum kennslubát.

Nökkvi keypti á dögunum nýjan kennslubát RS Quest, félagið naut stuðings frá KEA og Íþróttasjóði Ríksins. Báturinn er mjög stöðugur og hentar mjög vel til kennslu á öllum aldurstigum en mun sérstaklega bæta möguleika félagsins í kennslu fyrir unglinga og ungmenni.

Nökkvi verður Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Það var gleðistund við nýja hús Nökkva sem rís örhratt þessa dagana, þegar Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ var mættur að afhenda formanni Nökkva, Tryggva Jóhanni viðurkenninguna fyrirmynda félag innan ÍSÍ. Þetta er stór áfangi fyrir klúbbinn og frábært veganesti í framtíðaruppbyggingu siglingasportsins hér á Akureyri. Einnig væri gaman fyrir siglingafólk klúbbsins og áhugafólk um okkar uppbyggingu að fylgjast með á morgun, laugardaginn 12 des, þegar stóru einingarnar verða hífðar upp og húsið fer að mótast í öllum sínum tilkomuleika. Frétt og mynd. Rúnar Þór