Fréttir

Siglinganámskeið fyrir fullorðna á kjölbátum.

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2023. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Þjálfaranámskeið í siglingum.

Haldið verður þjáflaranámskeið í siglingum dagana 20-23. apríl. Rob Holden mun sjá um námskeiðið. Verð á námskeiðið er íkr 25.000,- Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér. Námskeiðið hefst í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum í Reykjavik. Ef þíð hafið frekari spurningar endilega sendið tölvupóst á skrifstofu sambandsins- sil@silsport.is Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá Nökkva fyrir þau sem þar starfa.

Félagsgjöld

Nú er nýtt tímabil er að hefjast 1. apríl búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda, ásamt aðstöðu- og geymslugjöldum. Greitt er inn á sportabler.com/shop/nokkvi Sportabler heldur jafnframt utan um félagatal Nökkva, þannig að við biðjum þau sem eru nú þegar félagar og vilja vera það áfram að borga gjaldið inn á Sportabler og styðja þannig áframhaldandi uppbygginu félagsins. Smá saman er síðan stefnt að því að öll félags- aðstöðu og geymslugjöld miðist við 1. apríl. Kveðja Stjórn Nökkva

Störf í boði hjá Nökkva.

Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2023. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. júní til 11. ágúst. Við leitum að ábyrgum einstakling 22 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.

Aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva 2023 verður haldinn 28. febrúar n.k. kl. 18.00 í félagsaðstöðu Nökkva við Drottningarbraut. Venjuleg aðalfundastörf Þau sem hafa áhuga á að starfa í stjórn og nefndum í félaginu hafið samband við Tryggva á netfanginu siglinaklubburinn@gmail.com eða síma 8983325 best eftir kl. 14 á daginn. Sérstaklega er vöntun á gjaldkera fyrir félagið. Stjórnin

Daði Jón Hilmarsson tekur þátt í EM liðakeppni á Rs Aero

Daði Jón hóf í dag keppni á Evrópumóti ungmenna í liðakeppni á Rs Aero bátum sem haldið er í Cagliari á Sardinia. Samkvæmt fréttum gengu æfingar vel í gær og hófst keppni nú í morgun. Liðkeppi í siglingum fer þannig fram að tveir keppa saman í liði þau etja síðan kappi við annað lið það lið sem endar með annan keppenda sinn í síðasta sæti dettur út.

Akureyrar og lokamót SÍL 2022 úrslit.

Akureyrar og lokamót SÍL á kænum var haldið laugardaginn 27. ágúst. Keppt var í 5 flokkum og alls mættu 31 keppandi til leiks. Aðeins þurfti að bíða eftir vindinum til að hefja keppni en hafgolan kom að lokum til að gera gott mót. Alls voru sigldar 5 umferðir sem tókust allar vel og sýndu keppendur sínar allra bestu hliðar.

Akureyrar- og lokamót SÍL 2022

Tilkynning um keppni er nú aðgengileg.

Íslandsmót í siglingum á kænum 2022

Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.

Íslandsmót í siglingum á kænum 2022

Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.