22.03.2024
Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2024. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. Júní til a.m.k. mánaðarmóta júlí- ágúst eða 16 ágúst.
Við leitum að ábyrgum einstakling 23 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur.
Umsjónaraðili starfar í samstarfi við yfirþjálfara, þjálfara og formann félagsins. Góð starfskjör í boði. Umsóknarfrestur er til 5 apríl n.k.
Upplýsingar veitir Tryggvi formaður Nökkva í síma 898-3325 eftir kl. 14 eða siglingaklubburinn@gmail.com sendið umsókn á þetta netfang.
14.03.2024
Aðalfundur Nökkva var haldinn á dögunum og var vel sóttur. Hann hófst á stefnumótunarfundi sem heppnaðist með ágætum, margar hugmyndir komu fram um hvað félagar í Nökkva vilja sjá í framtíðinni. Nú er það verkefni stjórnar að vinna úr hugmyndunum og koma í stefnu félagsins. Eftir stefnumótunarfundinn tóku við venjuleg aðalfundastörf eftir lögum félagsins.
04.03.2024
Aðalfundur Nökkva verður haldinn fimmtudaginn 7. mars n.k. kl. 19.30. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Fólk er hvatt til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, sérstaklega vantar gjaldkera. Bókhald félagsins er í höndum endurskoðunar fyrirtækis þannig að starfið snýst um að hafa yfirsýn fjármál og borga reikninga.
Stefnumótunarfundur Nökkva verður sama dag kl. 18.00 við ætlum að byggja okkur framtíðarsýn. Við viljum því hvetja alla félagsmenn á öllum aldri til að taka þátt í að móta félagið til framtíðar.
15.08.2023
Akureyrar og lokamót kæna 26. ágúst 2023 á Akureyri
Haldið af Siglingaklúbbnum Nökkva
Tilkynning um keppni
11.06.2023
Hér er tilkynning um keppni á miðsumarmóti SÍL sem er á lokadegi Æfingabúða SÍL sem haldnar verða frá 27. Júní til 1.Júlí.
22.05.2023
Nú er sumarið að byrja og á miðvikudaginn 24. maí ætlum við að hafa fund fyrir krakkana sem verða með okkur í sumar. MIKILVÆGT er að mæta, þar sem við ætlum að fara yfir skipulag sumarsins (og þá sérstaklega þau sem eru í vinnu í sumar)
Fundurinn verður kl 16:30 í Nökkva
Hlakka til að sjá sem flesta 😁⛵️
08.05.2023
Fyrsta Þriðjudagskeppni sumarsins fór fram í dag við topp aðstæður á Pollinum. Flestir fremstu kjölbátasiglarar Akureyrar tóku þátt. Áhöfnin á Nönnu fagnaði sigri eftir hörku keppni. Keppni var flýtt um einn dag vegna þar sem búsist var við logni á þriðjudeginum.
07.05.2023
Nokkrir félagar í Nökkva hittust og plokkuðu fjörur í kringum Nökkva. Því miður var nóg af rusli eftir veturinn.
07.05.2023
Það viðraði vel á siglingamenn fyrir kaffispjall á svölunum í dag. Stemningin var góð og spenningur fyrir næstu mánuðum.