Fréttir

Keppendur Nökkva stóðu sig vel á Íslandsmóti á kænum.

Siglingafólk Nökkva stóð sig vel á íslandsmóti kæna í siglingum um helgina. Þorlákur Sigurðsson varð íslandsmeistari á Laser Radial og Ísabella Sól Tryggvadóttir varð önnur í sama flokki. Er þetta í 10. sinn sem Þorlákur vinnur íslandsmeistartitil, glæsilegt afrek þar á ferð. Aðrir keppendur stóðu sig vel Mahaut og Magda urðu í fjórða sæti í opnum flokk en þær kepptu á Rs Fevu, þetta er þeirra fyrsta mót saman þannig að þetta verður að teljast mjög góð framistaða. Daði Jón varð svo í 4. sæti á Laser Radial með jafn mörg stig á 3. sætið en tapaði á innbyrðins viðreignum.

Sjókajaknámskeið fyrir byrjendur.

Haldið verður sjókajaknámskeið fyrir byrjendur 11. ágúst næst komandi. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og líkur um kl. 21.00. Skráning og upplýsingar hjá David Olaf í síma 848-8569 og davidolaf87@gmail.com Lámarksfjöldi er 4 og námskeiðið kostar 15.000 kr. Farið verður í gegnum allan grunninn: hvað er kajak, grunnáratök, bjarganir og búnaður. Búnaður innifalinn en einnig hægt að koma með eigin bát og búnað.

Íslandsmót kæna 2020

Komdu að sigla! Námskeið fyrir 15-23 ára

Nú er hægt að skrá sig á hásetanámskeið Nökkva fyrir 15-23 ára. Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu sem sagt frí. Námskeiðinn eru ætluð bæði byrjendum og þeim sem hafa farið á siglinganámskeið Nökkva á undanfarnum árum eða annara siglingaklúbba. Hvert námskeið eru 2-3 klst, svona ein kvöldstund. Þar læra nemendur helstu grunnþætti sem tengjast skútusiglinum. Markmiðið er að þau sem hafa náð tökum á siglingum á kænum geti eftir námskeiðið siglt minni kjölbát félagsins og stórum kænum og að byrjendur geti verið í áhöfn kjölbáta og stærri kæna. Upplýsingar og skárning hjá Tryggva í síma 8983325 einnig siglingaklubburinn@gmail.com

Myndir frá æfingabúðum SÍL á Akranesi

Siglinganámskeið á kjölbátum

Skráning Námskeið á kjölbátum eru hafinn. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 8983325 eða á siglingaklubburinn@gmail.com. Stefnt er að klára námskeiðið á tveimur vikum og að siglingatími á sjó sé 10-12 klst. Markmið námskeiðsins er að nemandi sé tilbúinn fyrir verklegt skemmtibátapróf.

Skráning í Nóra er komin í lag

Nú er aftur hægt að skrá í gegnum Nóra kerfið á iba.felog.is. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og vonu að það komi ekki að sök.

Sumarnámskeið barna hefjast 15, júní

Góð aðsókn á fyrstu kajaknámskeið sumarsins

Fyrstu sjókajaknámskeiðum sumarsins lokið. Þóttu þau takast vel og var aðsókn góð. Vonir standa til að þetta hleypi nýju lífi í kajak iðkunn við Eyjafjörð. Stefnt er að hafa félagsróður á laugardagsmorgnum í sumar kl. 10.00 frá Höefnersbryggju, félagssvæði Nökkva. Mæting klukkan kl. 9.30. Hér er kjörið fyrir þau sem hafa klárað byrjenda námskeið eða gamla kajakmenn róa við gott öryggi og í góðum félagsskap.

Verum félagar í Nökkva, byggjum sterkt félag.

Nú hafa greiðsluseðlar fyrir félagsgjald 4000 kr. verið send á alla félaga Nökkva. Félagsgjaldið hefur er hugsað til að standa straum að því að vinna að betri aðstöðu fyrir sjósport á Pollinum, sem fellst bæði í uppbygginu aðstöðu og hagsmunagæslu. Einnig fá félagar afslátt af leigu á búnaði, aðgang að búningsaðstöðu. Einnig er hægt að greiða Aðstöðugjald sem nú er á tilboði út júní 15.000 kr.(félagsgjald inn í því) við það fæst aðgangur að kajökum, seglbrettum og skútum félagsins án frekara gjalds. Hægt er að klára greiðslu þess með því að leggja inn á reiking Nökkva: Reikningsnúmer 0162-26-004231 kennitala 450979-0319 sendið kvittun á nokkvi.gjaldkeri@gmail.com