07.08.2022
Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.
07.08.2022
Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.
12.05.2022
Skráning er hafin á hin sívinsælu siglinganámskeið barna. Fyrsta námskeið hefst 7. júní n.k. Nökkvi notast nú við Sportabler síðuna fyrir allar skráningar hjá félaginu á slóðinni: sportabler.com/shop/nokkvi Frekari upplýsingar má sjá hér. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á siglingaklubburinn@gmail.com
11.05.2022
Nú stefnir í að veðrið fari að verða okkur hliðhollt. Við byrjum þetta af krafti, það verða æfingar mánudaginn 16. maí og miðvikudaginn 18. maí klukkan 16.30(mæting) á sjó kl. 17.00 síðan verður stefnt á æfingabúðir í Nökkva 21-22 maí kl. 09:30 til 16.00. Þjálfari verður Hörður Finnbogasson sem meðal annars hefur starfað fyrir Nökkva og þjálfað landslið Íslands í siglingum. Hvetjum alla til að nýta þessar æfingar og koma sér í siglingagírinn.
22.04.2022
Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur.
19.04.2022
Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2022. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar.
Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.
11.04.2022
Fræðslukvöld þar sem Siggi Bald kemur til okkar með fræðslu og sýnir viðgerðir á trefjaplasti. Opið öllum sem vilja kynna sér vinnu við trefjaplasti.
26.03.2022
Undirbúningur er hafinn fyrir fyrsta íslenska RS Aero Open mótið!
15.03.2022
Komin er ný dagsettning á skyndihálparnámskeiðið sem fresta þurfti en það fer fram helgina 9. og 10. apríl
28.01.2022
Skyndihjálp - 12 klukkustundir í samstafi við Rauða krossinn. Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Námskeiðið verður sérsniðið að þörfum félagamanna Nökkva og annara þátttakanda. Við skráningu getið þið komið með ósk um ákveðna þætti sem þið viljið að farið sértaklega vel yfir.