Fréttir

Framkvæmdir við aðstöðuhús.

Sælir félagar Margir hafa verið að spyrja frétta vegna framkvæmda við nýtt hús félagsins. Málin standa þannig að korter í undiskrift og framkvæmdir var því frestað og bæjaráð ákvað að taka sér umhugsunar frests í eina til tvær vikur. Málið var ekki tekið fyrir á síðast fundi bæjaráðs en vonandi verður málið tekið fyrir í næstu viku. Málið er að sjálfsögðu ekki af borðinu en það er ljóst öllu áhuga fólki um útivist á Pollinum eða á Eyjafirði að þetta má nú ekki bíða mikið lengur. Allar tafir krefjast mjög dýra bráðabirgða aðgerða. Við öndum rólega þessa viku og vonum að bæjafulltrúar komist að réttir niðurstöðu fyrir klúbbinn og bæjarbúa alla sem er að drífa þessa framkvæmd áfram. En hvet alla félagsmenn og velunnara að gera það sem þau geta til að koma þessu yfir þröskuldinn. Bestu siglingakveðjur Tryggvi formaður Nökkva

Opna Akureyrar- og lokamóti SÍL

Opna Akureyrar og lokamót SÍL fór fram í gær á Pollinum. Þátttaka í mótinu var mjög góð. Keppt var í 5 flokkum Laser Radial, Opnum flokk, Rs Feva, Rs Tera og Optimist. Mikil spenna og fjör var á mótinu og hart barist um hvert verðlaunasæti. Aðstæður til keppni voru góðar þó keppendur hafi aðeins þurft að bíða eftir vindinum en mótið gekk hratt fyrir sig eftir að hann kom.

Æfingar halda áfram.

Nú er sumarnámskeiðum barna lokið. Siglingaæfingar halda áfram og verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16.45 til 18.45. Tryggvi Heimisson tekur við þjálfuninni af Ísabellu Sól þar sem hún er farin í nám í Reykjavík. Hvet æfingahópinn til að vera duglegann að mæta fram að Akureyrarmóti. Hægt er að hafa samband við þjálfara í gegnum siglingaklubburinn@gmail.com og gegnum skilaboð á facebook síðu félagsins.

Tilkynning um keppni Akureyrar- og lokamót SÍL

Akureyrar- og lokamót kæna 2020 29. ágúst á Akureyri Siglingaklúbburinn Nökkvi Tilkynning um keppni 1. Reglur Keppt verður samkvæmt: a. Kappsiglingareglum ISAF b. Kappsiglingareglum SÍL c. Kappsiglingafyrirmælum mótsins 2. Auglýsingar a. Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt ISAF reglugerð 20 um auglýsingar b. Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði 3. Þátttökuréttindi Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppnisreglum SÍL. Keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg skráning fæst a. Optimist b. RS Tera c. Laser Standard d. Laser Radial e. Laser 4.7 f. RS Feva e. keppnistjóri getur bætt opnum flokk við ef þurfa þykkir. 4. Skráning Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir 25. ágúst með tölvupósti á siglingaklubburinn@gmail.com. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer, bátategund og félag sem keppt er fyrir. Þó er hægt að skrá allt fram að skipstjórafundi, þá hækkar þátttökugjald.

Keppendur Nökkva stóðu sig vel á Íslandsmóti á kænum.

Siglingafólk Nökkva stóð sig vel á íslandsmóti kæna í siglingum um helgina. Þorlákur Sigurðsson varð íslandsmeistari á Laser Radial og Ísabella Sól Tryggvadóttir varð önnur í sama flokki. Er þetta í 10. sinn sem Þorlákur vinnur íslandsmeistartitil, glæsilegt afrek þar á ferð. Aðrir keppendur stóðu sig vel Mahaut og Magda urðu í fjórða sæti í opnum flokk en þær kepptu á Rs Fevu, þetta er þeirra fyrsta mót saman þannig að þetta verður að teljast mjög góð framistaða. Daði Jón varð svo í 4. sæti á Laser Radial með jafn mörg stig á 3. sætið en tapaði á innbyrðins viðreignum.

Sjókajaknámskeið fyrir byrjendur.

Haldið verður sjókajaknámskeið fyrir byrjendur 11. ágúst næst komandi. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og líkur um kl. 21.00. Skráning og upplýsingar hjá David Olaf í síma 848-8569 og davidolaf87@gmail.com Lámarksfjöldi er 4 og námskeiðið kostar 15.000 kr. Farið verður í gegnum allan grunninn: hvað er kajak, grunnáratök, bjarganir og búnaður. Búnaður innifalinn en einnig hægt að koma með eigin bát og búnað.

Íslandsmót kæna 2020

Komdu að sigla! Námskeið fyrir 15-23 ára

Nú er hægt að skrá sig á hásetanámskeið Nökkva fyrir 15-23 ára. Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu sem sagt frí. Námskeiðinn eru ætluð bæði byrjendum og þeim sem hafa farið á siglinganámskeið Nökkva á undanfarnum árum eða annara siglingaklúbba. Hvert námskeið eru 2-3 klst, svona ein kvöldstund. Þar læra nemendur helstu grunnþætti sem tengjast skútusiglinum. Markmiðið er að þau sem hafa náð tökum á siglingum á kænum geti eftir námskeiðið siglt minni kjölbát félagsins og stórum kænum og að byrjendur geti verið í áhöfn kjölbáta og stærri kæna. Upplýsingar og skárning hjá Tryggva í síma 8983325 einnig siglingaklubburinn@gmail.com

Myndir frá æfingabúðum SÍL á Akranesi

Siglinganámskeið á kjölbátum

Skráning Námskeið á kjölbátum eru hafinn. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 8983325 eða á siglingaklubburinn@gmail.com. Stefnt er að klára námskeiðið á tveimur vikum og að siglingatími á sjó sé 10-12 klst. Markmið námskeiðsins er að nemandi sé tilbúinn fyrir verklegt skemmtibátapróf.