Fréttir

Siglingaæfingar og Nökkva æfingabúðir 21-22 maí.

Nú stefnir í að veðrið fari að verða okkur hliðhollt. Við byrjum þetta af krafti, það verða æfingar mánudaginn 16. maí og miðvikudaginn 18. maí klukkan 16.30(mæting) á sjó kl. 17.00 síðan verður stefnt á æfingabúðir í Nökkva 21-22 maí kl. 09:30 til 16.00. Þjálfari verður Hörður Finnbogasson sem meðal annars hefur starfað fyrir Nökkva og þjálfað landslið Íslands í siglingum. Hvetjum alla til að nýta þessar æfingar og koma sér í siglingagírinn.

Vegleg gjöf frá Slysavarnardeild Akureyrar

Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Siglinganámskeið fyrir fullorðna

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2022. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Fræðslukvöld 20. apríl - Viðgerðir á trefjaplasti

Fræðslukvöld þar sem Siggi Bald kemur til okkar með fræðslu og sýnir viðgerðir á trefjaplasti. Opið öllum sem vilja kynna sér vinnu við trefjaplasti.

Arctic Aero - Akureyri

Undirbúningur er hafinn fyrir fyrsta íslenska RS Aero Open mótið!

Skyndihjálparnámskeiðinu frestað til 9.-10. apríl

Komin er ný dagsettning á skyndihálparnámskeiðið sem fresta þurfti en það fer fram helgina 9. og 10. apríl

Námskeið í skyndihjálp

Skyndihjálp - 12 klukkustundir í samstafi við Rauða krossinn. Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Námskeiðið verður sérsniðið að þörfum félagamanna Nökkva og annara þátttakanda. Við skráningu getið þið komið með ósk um ákveðna þætti sem þið viljið að farið sértaklega vel yfir.

Aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva verður haldinn 22. febrúar 2022 í félagsheimili Nökkva kl. 18.00 Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins: Framboð til stjórnar og nefnda, lagabreytingar og önnur mál sendist til stjórnar. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist 14 daga fyrir fund. Kveðja Stjórnin

SUP- og kajakæfingar í Glerárlaug í vetur.

Róðradeild Nökkva hefur fengið aðgang að Glerárlaug einu sinni í viku fram að vori. Tímarnir skipast á milli tveggja hópa, SUP hópur & Kajak hópur. Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum frá kl 21:00-22:00. SUP hópurinn æfir þriðjudagana 11. jan, 25. jan, 8. feb, 22. feb, 8. mars, 22. mars, 5. apríl og 19. apríl. Sjá nánari upplýsingar í FB viðburði SUP hópsins.

Vetrarstarfið hafið.

Vetrarstarf Nökkva í nýju húsnæði hófst með sunnudagskaffi kjölbátafólks þar sem rætt var allt milli himins og jarðar tengt siglingum. Næsta á dagskrá er svo félagsfundur á fimmtudaginn n.k. klukkan 20.00. Hvetjum alla til að mæta sem áhuga hafa á útivist á Pollinum. Þó skal því haldið til haga að róðrardeildinn heldur áfram sjósókn yfir veturinn þegar veður leyfir.